Þorlákur tekur sæti formanns í samfélags- og mannréttindaráði

Þorlákur Axel Jónsson hefur tekið sæti aðalmanns og formanns í samfélags- og mennréttindaráði í stað Margrétar Kristínar Helgadóttur varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.  

Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs í morgun. Þá tekur Valdís Anna Jónsdóttir sæti varamanns í ráðinu í stað Þorláks Axels. Einnig var lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa S-lista Samfylkingar í skólanefnd. Lára Stefánsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Þorláks Axels, sem tekur sæti varamanns í skólanefnd í stað
Hermanns Óskarssonar.

Nýjast