Þór/KA/Völsungur spilar til úrslita í VISA- bikarnum

Annars flokks stelpurnar í Þór/KA/Völsungi eru komnar í úrslit VISA- bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 4-2 sigur gegn KR í undanúrslitum sl. þriðjudagskvöld, en leikið var á Þórsvelli. Staðan í hálfleik var jöfn, 2-2. Heimastúlkur skoruðu tvívegis í seinni hálfleik og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum þar sem þær mæta Breiðabliksstúlkum.

Mörk heimastúlkna í leiknum skoruðu þær Íunn Eir Gunnarsdóttir, Eva Björk Benediktsdóttir, Berglind Ósk Kristjánsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir. Úrslitaleikur Þórs/KA/Völsungs og Breiðabliks verður háður þann 17. september en ekki hefur verið ákveðið hvar leikurinn fer fram.

Nýjast