Þór/KA/Völsungur vann sanngjarnan 2-0 sigur á liði Selfoss í 8- liða úrslitum Visa- bikarsins sem fram fór sl. föstudag á Þórsvellinum. Mörk Þórs/KA/Völsungs skoruðu þær Karen Nóadóttir og Gígja Valgerður Harðardóttir.
Stelpurnar, sem hafa titil að verja, mæta KR- stúlkum í undanúrslitum á morgun kl. 18:00. Leikurinn fer fram á Þórsvelli.