Þór/KA er spáð þriðja sæti í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil sem hefst fimmtudaginn 13. maí. Þetta var kynnt á kynningarfundi Pepsi- deildanna í Háskólabíó í dag af forráðamönnum liðanna í deildinni.
Þór/KA hafnaði í þriðja sæti í fyrra og var það besti árangur liðsins frá upphafi. Valsstúlkum er spáð Íslandsmeistaratitlinum en Valur hefur titil að verja sem ríkjandi Íslandsmeistari.
Spáin fyrir Pepsi- deild kvenna lítur þannig út:
|
1. |
Valur |
286 stig |
|
2. |
Breiðablik |
249 stig |
|
3. |
Þór/KA |
247 stig |
|
4. |
Fylkir |
208 stig |
|
5. |
Stjarnan |
195 stig |
|
6. |
KR |
146 stig |
|
7. |
FH |
102 stig |
|
8. |
Grindavík |
86 stig |
|
9. |
Haukar |
85 stig |
|
10. |
Afturelding |
46 stig |