06. ágúst, 2010 - 10:18
Fréttir
Þór/KA leikur einn sinn mikilvægasta leik í sumar til þessa er liðið sækir Val heim á Vodafonevöllinn kl. 19:15 í
kvöld, í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn í kvöld munar fjórum stigum á liðunum, Valur hefur 29 stig á toppnum en
Þór/KA hefur 25 stig í þriðja sæti. Breiðablik situr í öðru sæti með 26 stig. Með sigri í kvöld getur
Þór/KA minnkað forystu Vals niður í eitt stig og opnað toppbaráttuna upp á gátt fyrir síðustu umferðirnar.
Aðrir leikir kvöldsins í Pepsi- deildinni eru:
Fylkir-FH
Haukar-Stjarnan
Grindavík-Afturelding