Þór/KA og KR mætast á Þórsvelli í kvöld

Heil umferð fer fram í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Þórsvelli fer fram stórleikur kvöldsins þar sem Þór/KA og KR eigast við kl. 18:30. Tvö stig skilja liðin að fyrir leikinn, Þór/KA hefur 13 stig í þriðja sæti deildarinnar en KR 11 stig í fjórða sæti. Eins og staðan er í dag er Þór/KA fjórum stigum frá toppsætinu og þarf á öllum stigunum að halda gegn KR í kvöld til þess að halda í við toppliðin tvö, Breiðablik og Val.

Leikir kvöldsins eru:

Þór/KA- KR

FH- Stjarnan

Afturelding- Fylkir

Grindavík- Valur

Breiðablik- Haukar

Nýjast