Þór/KA í annað sætið eftir sigur gegn Haukum í dag

Þór/KA vann 3:0 sigur í dag gegn Haukum á Ásvöllum í þriðju umferð Pepsi- deildar kvenna í knattspyrnu. Mateja Zver og Danka Podovac komu Þór/KA í 2:0 með mörkum á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir bætti svo þriðja marki Þórs/KA við á uppbótartíma. Með sigrinum er Þór/KA komið í annað sæti deildarinnar með sjö stig, en Haukar sitja á botninum án stiga. Næsti leikur Þórs/KA verður heimaleikur gegn Valsstúlkum, fimmtudaginn 27. maí.

Nýjast