Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 21. mínútu, eftir að brotið hefði verið á Dönku Podavac leikmannni Þórs/KA inn í teig. Bojana Besic fór á vítapunktinn og skoraði örugglega og kom heimastúlkum yfir. Stjarnan var svo nálægt því að jafna metin fjórum mínútum síðar þegar Inga Birna Friðjónsdóttir átti skot í stöngina. Danka Podavac kom Þór/KA í 2:0 með marki á 43. mínútu eftir sendingu frá Mateju Zver. Danka lagði boltann fyrir sig inn í teig og skoraði með hnitmiðuðu skoti í bláhornið. Staðan 2:0 eftir fjörugan fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikurinn hófst líkt og sá fyrri og Mateja Zver fékk sannkallað dauðafæri fyrir Þór/KA á 47. mínútu en skaut boltanum yfir markið af stuttu færi. Skömmu síðar fékk Karen Sturludóttir dauðafæri fyrir gestina en skaut boltanum framhjá markinu. Stjarnan náði að minnka muninn í eitt mark er Kristrún Kristjánsdóttir skoraði beint úr aukaspyrnu á 57. mínútu. Aðeins tveim mínútum síðar var Rakel Hönnudóttir nálægt því að bæta við þriðja marki Þórs/KA er hún skaut í þverslána af stuttu færi inn í teig. Þriðja mark Þórs/KA kom á 65. mínútu þegar Vesna Smiljkovic skoraði eftir flotta þrýhyrningsspil við Mateju Zver.
Lokatölur á Þórsvelli 3:1 sigur Þórs/KA.