20. júlí, 2010 - 21:13
Fréttir
Titilvonir Þórs/KA dvínuðu verulega í kvöld er liðið tapaði 2:3 gegn liði Breiðabliks á Kópavogsvelli í
Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu. Þór/KA hafði leikinn í höndum sér eftir tæplega hálftíma leik en staðan var
þá 2:0 fyrir norðanstúlkur og Blikastúlkur einum manni færri, eftir að Önnu Birnu Þorvarðardóttur var vikið af leikvelli
á 19. mínútu leiksins. Engu að síður tókst Blikastúlkum að snúa leiknum sér í hag og lönduðu 3:2 sigri eftir
magnaða endurkomu. Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvívegis fyrir Breiðablik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt mark.
Á sama tíma vann Valur öruggan 9:0 sigur gegn FH og staða Valsstúlkna því vænleg. Valur trónir á toppi
deildarinnar með 29 stig, Breiðablik hefur 23 stig í öðru sæti og Þór/KA hefur 22 stig í þriðja sæti, en hefur leikið einum
leik minna en Breiðablik.
Fylgst var með gangi mála í kvöld á mbl.is.