13. júní, 2010 - 12:00
Fréttir
Einn leikur fer fram í Pepsi deild kvenna í knattspyrnu í dag þegar Þór/KA og Stjarnan mætast á Þórsvelli kl. 14:00.
Búast má við hörkuleik milli þessara liða, sem eru jöfn að stigum í deildinni með tíu stig í fjórða og fimmta
sæti. Þar sem Íslandsmeistarar Vals hafa verið að hiksta á undanförnu í toppsætinu fá norðanstúlkur tækifæri til
þess að blanda sér að alvöru í toppbaráttuna með sigri í dag.