Þór varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni- KA úr fallsæti

Þórsarar urðu af mikilvægum stigum í toppbaráttu 1. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í dag, er liðið tapaði 0:2 gegn Fjölni á Fjölnisvelli. Það var Aron Jóhannsson sem skoraði bæði mörk Fjölnis í leiknum. Á sama tíma vann KA mikilvægan 3:0 sigur gegn Þrótti R. á Akureyrarvelli í botnbaráttu deildarinnar. Andri Fannar Stefánsson skoraði tvívegis fyrir KA í leiknum og Þórður Arnar Þórðarson eitt mark.

Með sigrinum er KA komið úr fallsæti og hefur 13 stig í áttunda sæti deildarinnar, en Þór hefur 22 stig í þriðja sæti. Upplýsingar um markaskorara voru fengnar frá mbl.is.

Nýjast