03. júní, 2010 - 21:13
Fréttir
Þór er úr leik í VISA- bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 1:2 tap gegn Grindavík í kvöld á Grindavíkurvelli
í 32- liða úrslitum. Þórsarar voru þó hársbreidd frá því að leggja úrvalsdeildarliðið að velli. Nenad
Zivanovic kom Þór 1:0 yfir á 5. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar allt þar til að fimm mínútur voru til
leiksloka.
Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði leikinn fyrir Grindavík á 85. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði
Gilles Ondo sigurmark Grindavíkur. Eftir að hafa leitt leikinn í 80. mínútur urðu norðanmenn að sjá á eftir sætinu í 16-
liða úrslitin til Grindvíkinga.