Þórsarar töpuðu sínum fyrsta leik á Íslandsmóti 1. deildar karla í körfubolta á leiktíðinni er liðið lá gegn FSu á útivelli í gær, 99:104, eftir tvíframlengdan leik. Konrad Tota var sem fyrr stigahæstur í liði Þórs með 31 stig, Óðinn Ásgeirsson skoraði 18 stig og Ólafur Torfason 17 stig.
Í liði FSu var Richard Field langstigahæstur með 43 stig og Valur Orri Valsson skoraði 26 stig. Þórsarar sækja Ármann heim í dag kl. 13:00 í Laugardagshöllinni.