Þór steinlá í Garðabænum

Stjarnan skellti Þór 5:1 í Garðabænum í dag er liðin mættust í 14. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Stjarnan hafði 2:1 yfir í hálfleik en tók svo öll völd í þeim seinni. Þórsarar fara því ekki með gott vegnesti í næsta leik, sem er bikarúrslitaleikurinn gegn KR á laugardaginn. Garðar Jóhannsson fór á kostum fyrir Stjörnumenn og skoraði þrennu en einnig skoruðu þeir Halldór Orri Björnsson og Jesper Jensen sitt markið hvor. Mark Þórs skoraði David Disztl.

Með sigrinum er Stjarnan komið með 22 stig í fimmta sæti deildarinnar en Þór er áfram í 8. sæti með 17 stig.

Þór hvíldi í dag þá Svein Elías Jónsson, Jóhann Helga Hannesson og Janez Vrenko, en allir eru þeir á gulu spjaldi og hefðu með spjaldi í dag misst af bikarúrslitaleiknum.

Nýjast