25. janúar, 2009 - 15:04
Fréttir
Fyrsta Goðamóti ársins í knattspyrnu lauk í Boganum í dag en keppni hófst sl. föstudag. Það voru um 200 stúlkur frá 10
félögum í 4. aldursflokki sem áttust við en alls voru leiknir rúmlega 70 leikir um helgina og skoruð í þeim um 300 mörk.
Þórsstelpurnar stóðu sig best á mótinu en þær sigruðu bæði í keppni A- og B-liða en Magni sigraði í keppni
C-liða.
Einnig var leikið til úrslita í A-, B- og C- í neðri deild og þar unnu FH í A, Fjarðarbyggð í B og Þór í C. Í
ár hlutu stúlkurnar í Leikni Reyjavík Goðamótsbikarinn, sem prúðasta lið mótsins. Í mótslok var keppendum og þeirra
fólki boðið upp á pylsur frá Goða.