Þór sækir Gróttu heim í dag

Sjöunda umferð Íslandsmótisins í 1. deild karla í knattspyrnu klárast í dag með tveimur leikjum. Annars vegar mætast HK og Fjarðabyggð á Kópavogsvelli og hins vegar Grótta og Þór á Gróttuvelli.

Átta stig skilja lið Gróttu og Þórs fyrir leikinn í kvöld, Grótta hefur fjögur stig næstneðsta sæti en Þór er ágætis siglingu og hefur 11 stig í fimmta sæti deildarinnar.

Jóhann Helgi Hannesson verður ekki með Þór í dag vegna leikbanns.

Nýjast