Þór sækir Grindavík heim í kvöld VISA- bikarnum

Þór sækir úrvalslið Grindavíkur heim í VISA- bikarkeppni karla í kvöld í síðari hluta 32- liða úrslitum keppninnar, en alls fara níu leikir fram í kvöld. Grindavík hefur farið illa af stað í Pepsi deildinni og vermir botnsætið án stiga. Þór er ágætis róli í 1. deildinni og hefur sjö stig í þriðja sæti. Tveir fyrrum leikmenn Þórs munu mæta sínu gamla félagi í kvöld með liði Grindavíkur, þeir Orri Freyr Hjaltalín og Matthías Örn Friðriksson.

Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Þórs undir stjórn Páls Viðar Gíslasonar sem tók nýverið við liðinu af Lárusi Orra Sigurðssyni. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15 og er leikið á Grindavíkurvelli.

Nýjast