Þór og KA með tvo fulltrúa hvor í U- 18 ára landsliðinu

Kristinn Rúnar Jónsson þjálfari U-18 ára landsliðs karla í knattspyrnu tilkynnti sl. föstudag hóp sinn sem fer á alþjóðlegt mót til Tékklands 25.- 31. ágúst nk. Þórsarar eiga tvo leikmenn í hópnum, þá Atla Sigurjónsson og Gísla Pál Helgason.

Þá eiga KA- menn einnig tvo fulltrúa í hópnum, þá Andra Fannar Stefánsson og Hauk Heiðar Hauksson. Þetta er mikill heiður fyrir strákana og vonandi að þeir verði sér og sínum félögum til sóma á mótinu.

Nýjast