Þór og KA mætast í nágrannaslag

Í kvöld kl.18:00 mætast KA og Þór á Akureyrarvellinum í nágrannaslag í 1.deild karla í knattpspyrnu. Leikurinn telst vera heimaleikur KA sem siglir lygnan sjó í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig efti 19 leiki.

Liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og er taplaust í síðustu 5 leikjum, þar af hafa fjórir þeirra unnist. Þórsarar eru ekki í alveg jafn góðum málum í áttunda sæti deildarinnar með 21 stig að loknum 19 leikjum. Liðið getur enn tölfræðilega fallið og er því ekki alveg laust við falldrauginn þótt ólíklegt megi telja að þeir lendi í teljandi vandræðum með að tryggja sæti sitt í deildinni. Í síðustu fimm leikjum liðsins hefur 1 leikur unnist, tveir tapast og tveim lyktað með jafntefli.

Eftir því sem næst verður komist er ástandið á leikmannahópi KA manna gott og engar fregnir hafa borist af meiðslum þar á bæ. Hjá Þórsurum er hins vegar mikið um meiðsl ef tekið er mið af fréttum á heimasíðu þeirra og tvísínt með þátttöku margra lykilmanna í leiknum s.s. Hlyns Birgissonar, Alexandar Linta, Einars Sigþórssonar, Atla Jens Albertssonar, Sean Webb og Þorsteins Ingasonar.

Fyrir leik bjóða Kristjánsbakarí, Goði og Ölgerðin upp á grill fyrir gesti og gangandi við inngang Akureyrarvallar.

Nýjast