Dregið var í 32-liða úrslit bikarkeppni karla í körfubolta í hádeginu í dag í höfuðstöðvum KKÍ. Þór frá Akureyri á erfiðan leik fyrir höndum en liðið dróst gegn úrvalsdeildarliði Grindavíkur. Þór kom á undan úr pottinum og fær því heimaleik.
Einnig var nýtt nafn á keppninni kynnt í dag og mun Bikarkeppni KKÍ heita Poweradebikarinn. Leikirnir fara fram 5.-8. nóvember.
Liðin drógust þannig saman:
Forkeppni: 2.deildar lið og B-lið 6 viðureignir
Álftanes - Víkingur Ólafsvík
Grindavík b - Tindastóll b
Valur b - KR b
Patrekur - Fram
Fjölnir b - Njarðvík b
ÍBV - Stál-úlfur
32-liða úrslit Poweradebikarsins
Grindavík b/Tindastóll b - KFÍ
Höttur - KR
Þór Ak. - Grindavík
ÍBV/Stál-úlfur - Haukar
Hekla - Ármann
Valur b/KR b - Fjölnir
ÍG - Skallagrímur
Stjarnan - Njarðvík
Laugdælir - Leiknir
Stjarnan b - Fjölnir b/Njarðvík b
Patrekur/Fram - Keflavík
Þór Þ. - FSu
Álftanes/Víkingur Ó. - Snæfell
Reynir S - Hamar
Breiðablik - Tindastóll
Valur - ÍR