Þór lagði KA 3-1 í nágrannaslag liðanna á Akureyrarvelli í kvöld. Þórsarar hófu leikinn af miklum krafti og fengu vítaspyrnu strax á 10. mínútu. Hreinn Hringsson fór á punktinn en vítabaninn Sandor Matus í markinu sá við honum. Fyrsta mark leiksins kom á 18. mínútu og var það Andri Júlíusson sem skoraði það eftir fyrirgjöf frá Dean Martin sem hafði áður gabbað Alexandar Linta hreinlega upp úr skónum.
Markið kom nokkuð gegn gangi leiksins því Þórsarar voru ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.Í síðari hálfleik snérist dæmið við, nú voru það KA menn sem voru sterkari aðilinn og voru oft skeinuhættir framá við.
Á 80. mínútu hófst hins vegar ótrúlegur leikkafli, Ibra Jagne jafnaði þá leikinn fyrir Þór með skoti af stuttu færi eftir glæsilegan undirbúning Sigurðar M. Kristjánssonar. Einungis tveimur mínútum skoraði Gísli Páll Helgason og kom Þór í 2-1 eftir frábæra sókn sem endaði á að Atli Sigurjónsson sendi innfyrir á Gísla sem kláraði færið mjög vel.
Á 84. mínútu gerðist svo umdeilt atvik, þar áttust við Hreinn Hringson og Elmar Dan Sigþórsson og lauk viðskiptum þeirra með því að Elmar hrinti Hreini innan teigs, Elmar uppskar rauða spjaldið og einnig var dæmt víti. Úr vítinu skoraði Alexandar Linta sannfærandi og Þórsarar skyndilega komnir í 3-1 á fimm mínútna kafla.
Fátt markvert gerðist næstu mínútur eða þar til að Andri Júlíusson tæklaði leikmann Þórs háskalega og fékk hann að líta rauða spjaldið, KA menn því orðnir tveimur færri.
Eftir þetta atvik fjaraði leikurinn hægt og rólega út og endaði hann með sigri Þórs 3-1.