Þór Íslandsmeistari í norður- og austurhluta landsins

Sjötti flokkur drengja hjá knattspyrnufélagi Þórs í flokki A- liða, gerði sér lítið fyrir og sigraði í úrslitakeppni Íslandsmótsins í knattspyrnu í norður- og austurhluta landsins, en leikið var á Djúpavogi um síðustu helgi. Auk Þórsara kepptu KA, Fjarðabyggð og Neisti í úrslitakeppninni.

Strákarnir í Þór unnu öll þrjú liðin nokkuð sannfærandi og tryggðu sér þar með titilinn. Glæsilegur árangur hjá þessum ungu og efnilegu knattspyrnumönnum sem eiga svo sannarlega eftir að láta af sér kveða í framtíðinni.

Nýjast