19. júní, 2010 - 16:01
Fréttir
Þór vann í dag útisigur gegn Gróttu, 2:0, er liðin áttust við á Gróttuvelli í sjöundu umferð
Íslandsmótsins í 1. deild karla í knattspyrnu. Það voru þeir Ármann Pétur Ævarsson og Ottó Hólm Reynisson sem skoruðu
mörk Þórs í leiknum. Með sigrinum er Þór komið með 14 stig í þriðja sæti deildarinnar en Grótta hefur fjögur stig
í næstneðsta sæti.