Þór á erfiðan leik fyrir höndum í kvöld þegar liðið fær Selfoss í heimsókn á Akureyrarvöll í 15. umferð 1. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Fimmtán stig skilja liðin að, Selfyssingar hafa 31 stig í öðru sæti deildarinnar en Þórsarar 16 stig í níunda sæti.
Það verður því á brattann að sækja fyrir Þórsara í kvöld en með góðum leik geta heimamenn vel náð góðum úrslitum. Þá halda KA- menn suður á bóginn og mæta Haukum á Ásvöllum í kvöld. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.