08. mars, 2009 - 23:01
Fréttir
Þór tapaði fyrir KR í kvöld í lokaumferð Iceland Express deildarinnar í körfubolta og þar með er það endanlega
ljóst að Þór er fallið úr efstu deild, eftir að hafa leikið síðastliðin tvö ár á meðal þeirra bestu.
Þór þurfti á sigri að halda gegn KR auk þess sem úrslit úr öðrum leikjum þurftu að vera liðinu hagstæð.
Þórsarar höfðu í fullu tré við KR-inga framan af leik og í hálfleik var jafnt 55-55. Eins og svo oft áður í vetur, reyndist
þriðji leikhluti leikmönnum Þórs erfiður, KR-ingar náðu yfirhöndinni og svo fór að lokum að þeir unnu leikinn með 14 stiga
mun, 108-94.