Þór fær Njarðvík í heimsókn á Þórsvöllinn í dag

Heil umferð fer fram í dag á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu. Á Þórsvelli tekur Þór á móti Njarðvík og hefst leikurinn kl. 14:00. Eftir fyrstu tvær umferðirnar hefur Þór eitt stig í 10. sæti deildarinnar en Njarðvík vermir botninn án stiga. Á sama tíma sækir KA ÍR heim á ÍR- völlinn. Ljóst er að erfitt verkefni býður KA- manna en ÍR hefur farið vel af stað í deildinni og hefur sex stig í öðru sæti deildarinnar. KA situr í fjórða sæti með fjögur stig. 

Þá fer einnig heil umferð fram í Pepsi- deild kvenna í dag, þar sem Þór/KA sækir Hauka heima að Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 16:00.

Nýjast