Þór ætlar sér upp um deild í sumar

Íslandsmótið í 1. deild karla í knattspyrnu hefst á sunnudaginn kemur kl. 14:00. Þór hefur leik á heimavelli gegn nýliðum Fjölnis en KA sækir Þrótt Reykjavík heim. Þórsarar eru bjartsýnir fyrir sumarið og ætla sér stóra hluti.

„Markmið okkar er að fara upp um deild í sumar. Ég tel okkur vera eitt af 4-5 liðum í deildinni sem hafa nægilega sterkan hóp til þess,” segir Lárus Orri Sigurðsson þjálfari Þórs.

Dean Martin, þjálfari KA, segir sína menn ætla að taka eitt skref í einu. „Við ætlum ekkert að fara gefa út nein markmið og tökum bara einn leik fyrir einu,” segir Dean.

Nánar er rætt við þá Lárus Orra Sigurðsson og Dean Martin í Vikudegi í dag.

Nýjast