Þór á toppinn eftir jafntefli gegn Fjarðabyggð

Þór er komið á toppinn í 1. deild karla í knattspyrnu eftir 1:1 jafntefli gegn Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli í kvöld. Þór hefur nú 22 stig í deildinni, jafnmörg stig og Leiknir R. og Víkingur R. en betra markahlutfall. Það var Ármann Pétur Ævarsson sem skoraði mark Þórs í kvöld en Fannar Árnason skoraði mark Fjarðabyggðar. Á Akureyrarvelli gerðu KA og ÍA 1:1 jafntefli. Guðmundur Óli Steingrímsson kom KA yfir í fyrri hálfleik en Hjörtur Hjartarsson jafnaði metin fyrir ÍA í upphafi seinni hálfleiks. KA situr því enn í næstneðsta sæti með 10 stig en ÍA hefur 13 stig í sjöunda sæti.

Nánar verður fjallað um leikina í Vikudegi á morgun.

Nýjast