„Þetta verður hörkuleikur

Akureyri sækir Fram heim í dag í þriðju umferð N1-deildar karla í handbolta. Eftir fyrstu tvær umferðirnar er Akureyri í öðru sæti deildarinnar með fjögur stig, en Fram hefur tvö stig í fimmta sæti. Leikurinn hefst kl. 15:45 og verður sýndur beint á RÚV en útsending hefst korteri fyrr. Bjarni Fritzson, hornamaðurinn öflugi í liði Akureyrar, reiknar með erfiðum leik í Framhúsinu í dag.

 „Þetta verður hörkuleikur. Við mætum Fram liðinu eflaust þokkalega grimmu eftir tapið gegn HK í síðasta leik. Þeir eru með fínt lið Framarar og þetta verður eflaust jafn og spennandi leikur,” segir hann, en nánar er rætt við Bjarna í nýjasta Vikudegi.

 

Nýjast