Með þessu fær Þekking aðild að rammasamningi fyrir UT lausnir og búnað. Útboðið var umfangsmikið en Þekking bauð í 3 flokka: Rekstur og hýsingu tölvukerfa, staðlaðan hugbúnað (Microsoft leyfi) og sértækan hugbúnað. Í gegnum rammasamninginn geta ríkistofnanir nú leitað beint til Þekkingar varðandi þjónustu og lausnir sem falla undir þessa 3 ofangreindu flokka. Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri Þekkingar fagnar nýjum samningi við Ríkiskaup. Aðild að samningi sem þessum festir Þekkingu en frekar í sessi sem öflugan þjónustuaðila á sviði reksturs og hýsingar fyrir tölvukerfi, segir Stefán. Við berum miklar væntingar til þessa samnings og hlökkum til að geta veitt þjónustu okkar í auknum mæli til ríkisstofnana. Tilgangur rammasamningsins er að afla ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum hagstæðra kjara á sviði UT lausna og búnaðar. Ríkisstofnanir munu því leita eftir þjónustu hjá þeim fyrirtækjum sem Ríkiskaup samþykkir sem aðila að ofangreindum samningi. Ragnar Davíðsson, verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa ásamt Stefáni Jóhannessyni, framkvæmdastjóra Þekkingar undirrituðu samninginn.
Þekking hf.
Þekking er með höfuðstöðvar á Akureyri og býður uppá fjölbreytta þjónustu á sviði reksturs og hýsingar tölvukerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þekking hefur haslað sér völl á sviði hýsingar- og rekstrarþjónustu tölvukerfa um allt land. Í dag rekur fyrirtækið tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Kópavogi, með rúmlega 50 starfsmenn.