The Wise Guys keppa á 25 ára afmælismóti Tårnby krulluklúbbsins

Þeir Árni Arason, Haraldur Ingólfsson, Jón Grétar Rögnvaldsson og Jónas Gústafsson héldu til Danmerkur sl. miðvikudag þar sem þeir taka nú þátt í 25 ára afmælismóti Tårnby klúbbsins í krullu, en mótið gengur undir heitinu Tårnby Cup. Íslensk lið hafa nokkrum sinnum áður tekið þátt í þessu móti.

Liðið leikur sem „The Wise Guys" og hóf keppni í gær gegn danska liðinu, "Finkerne". Íslenska liðið leikur síðasta leikinn í riðlakeppninni í kvöld en leikir á laugardag og sunnudag fara eftir stöðunni að loknum fyrstu þremur umferðunum.

Nýjast