Þetta kom fram í erindi Ásgeirs Ívarssonar, frá verkfræðistofunni Mannviti á haustfundi Atvinnuþróunarfélags Eyfjafjarðar nýlega, en hann fjallaði um tækifæri Eyjafjarðar sem tengjast nýjum orkugjöfum. Bent var á að sumir haldi því fram að nota megi enn hærri margföldunarstuðla til að reikna út hagkvæmni þess að skipta um eldsneytisgjafa og er þá ávinningurinn umtalsvert hærra, eða allt að fimmfalt hærri. Með ráðstöfunum af þessu tagi myndi að auki draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og við það „losnar um" kolefniskvóta sem er að í það minnsta 5 til 10 milljóna króna virði á ári og mun eftir því sem árin líða verða enn verðmætari. Bæði lífdísill og metan af haugunum ættu ekki að valda notendum auknum kostnaði. Sú upphæð sem nefnd var hér að framan og Eyfirðingar gætu sparað sér varðandi eldsneyti á ökurtæki sem notuð eru til að almenningssamgangna verður svo enn hærri ef litið er til alls bílaflota íbúa héraðsins. Ef hver einasti bíll á svæðinu væri knúin með lífrænu eldsneyti yrði sparnaðurinn um 5 milljarðar króna.