Sýningin samanstendur af veggspjöldum sem innihalda fróðleik um sjálfbæra þróun og umhverfismál. Hún var upprunalega á Heimsfundinum um sjálfbæra þróun sem haldinn var í Jóhannesarborg árið 2002. Í tilefni opnunarinnar munu nemendur úr Síðuskóla lesa upp gullkorn frá sýningunni.