Sýningin 39 þrep hlaut áhorfendaverðlaunin

Leiksýningin 39 þrep í uppfærslu Leikfélags Akureyrar fékk áhorfendaverðlaunin á Grímuhátíðinni sem haldin var í Þjóðleikhúsinu sl. miðvikudag. Almenningi gafst kostur á að kjósa sýningu ársins á heimasíðu Grímunnar stuttu fyrir hátíðina sjálfa. Þar lentu fimm leiksýningar í efstu sætunum og gafst fólki þá tækifæri til að hringja inn og velja uppáhaldssýninguna sína og þar fékk 39 þrep flest atkvæði.  

Leiksýningin var sýnd við miklar vinsældir í vetur á Akureyri og einnig í Reykjavík. Leikarar í sýningunni voru þau Björn Ingi Hilmarsson, Jóhann G. Jóhannsson, Atli Þór Albertsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir.

Nýjast