Sýningin mun standa fram til áramóta og að fimm árum liðnum verða þær teknar fram til skoðunar. Unnið er með eftirfarandi
setningar:
Ég óska þess að Akureyringum hlotnist...
Ég óska þess að allir á Akureyri...
Ég óska þess að allir krakkar á Akureyri geti...
Fulltrúar allra skólastiga mættu til leiks í morgun, sem og bæjarstjórinn Eiríkur Björn Björgvinsson. Allir eru velkomnir í Ráðhúsið í dag og mega óskirnar vera fleiri en ein og fleiri en tvær. Í morgun voru komnar fram óskir eins og; "Ég óska þess að krakkarnir á Akureyri geti fengið betri laun í sumarvinnunni." "Ég óska þess að allir skólakrakkar á Akureyri velji sér Háskólann á Akureyri." .....hjólað öruggir á hjólastígum." ........ valið fleiri skemmtileg námskeið yfir sumartímann." ......farið áfram frítt í sund."
Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Íslendingar hafa getað boðið börnum sínum tækifæri til lestrarnáms en læsi er nú skilgreint af SÞ sem grunnlífsleikni. Til að viðhalda lestrarfærni þarf að iðka lestur. Þess er vænst að landsmenn íhugi þau lífsgæði sem felast í því að geta lesið og tjáð sig í rituðu máli.
Á degi læsis í dag, 8. september, eru landsmenn hvattir til þess að skipuleggja sjálfir lestrarstundir. Það má gera með því að lesa, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota málið til ánægjulegra samskipta. Hugmyndahefti um læsisviðburði má nálgast á heimasíðu Háskólans á Akureyri http://www.unak.is/ . Þar sem það hentar er lagt til að kl.11 í dag leggi fólk frá sér verk og lesi fyrir sig og sína í 15 mínútur.