Flest fjalla olíumálverkin um gráan mosann og fleiri litbrigði Íslands en einnig eru þar verk tengd Hallgrími Péturssyni og Passíusálmunum. Myndskreytingarnar sem unnar eru með bleki og vatnslit á pappír eru gerðar við söguna Gula sendibréfið sem út kom 2006. Sigrún Eldjárn er bæði myndlistarmaður og rithöfundur. Hún hefur haldið margar einkasýningar, heima og erlendis og skrifað og myndskreytt fjöldann allan af barnabókum.
Sýningin er opin á opnunartímum safnsins (virka daga frá 8-18 og laugardaga frá 12-15) og stendur til 1. október.