Sveinn Elías og Funicello í bann

Þeir Sveinn Elías Jónsson og Guiseppe P. Funicello leikmenn 1. deildar liðs Þórs í knattspyrnu, hafa verið úrskurðaðir í eins leiks keppnisbann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þeir félagar verða engu að síður með Þór í útileiknum gegn Fjarðabyggð í kvöld, þar sem bannið tekur ekki gildi fyrr en á hádegi á föstudag. Þeir verða hins vegar í banni á laugardaginn kemur þegar Þór sækir Fjölni heim.

Í 3. deild karla fengu þrír leikmenn Magna bann, þeir Ibra Jagne, Pálmar Magnússon og Zsolt Orosz, hann hlýtur tveggja leikja bann. Einnig fékk Ægir Svanholt Reynissson leikmaður Draupnis eins leiks bann og Friðrik Ragnar Friðriksson frá Samherja eins leiks bann.

Nýjast