Sundlaugar og heilsuræktar- stöðvar á Akureyri í samstarf

Á síðasta fundi íþróttaráðs var rætt um samstarf sundlauga Akureyrarbæjar og heilsuræktarstöðva á Akureyri. Íþróttaráð samþykkti og fól íþróttafulltrúa, í samræmi við umræður á fundinum, að klára verðtilboð fyrir aðgang að sundlaugum Akureyrar til allra líkamsræktarstöðva á Akureyri. Samræmt verð skal vera fyrir allar stöðvar og greitt fyrir hverja heimsókn. Dýrleif Skjóldal sat hjá við afgreiðslu málsins.

Nýjast