Kórar eru enn í aðalhlutverki, en Kórastefna við Mývatn er einnig undir listrænni stjórn undirritaðrar. Það eru glæsilegir fulltrúar kvenna og karla; íslenskar ungmeyjar og rússneskir kuflsöngvarar sem munu gleðja tónleikagesti í Þingeyjarsýslu. Fyrst hljómar einn af kórum Jóns Stefánssonar við Langholtskirkju, Graduale Nobili, sem hefur hlotið mikið lof og fjölmargar viðurkenningar; .m.a. tilnefningu sem Bjartasta vonin 2008 hjá Íslensku tónlistarverðlaununum. Þær eru 24, á aldrinum 17-25 ára og flytja hágæða kórtónlist, íslenska og erlenda.
Karlakór St. Basil dómkirkjunnar í Moskvu heimsækir Ísland í 3ja sinn í ár. Hann sló í gegn á Listahátíð 2004, og nú syngur hann í annað sinn á Reykholtshátíð og svo fyrir norðan á tvennum tónleikum, 26. júlí. Þessir 15 karlmenn bjóða hæstu og lægstu tóna sem heyra má, auk óviðjafnanlegrar rússneskrar karlakóratónlistar.
Til viðbótar er óvenjulegt dúó; gítar og víóla, ítalskur píanóleikari sem töfrar fram Chopin og Schubert og þýskt tríó, söngur, víóla og píanó.
Sumartónleikar við Mývatn 22. starfsár 5. júlí - 3. ágúst 2008 - Reykjahlíðarkirkja, Skútustaðakirkja, Þorgeirskirkja, Dimmuborgir.
5. júlí kl. 21.00 Reykjahlíðarkirkja
Stúlknakórinn Graduale Nobili, stjórnandi Jón Stefánsson
12. júlí kl. 21.00 Reykjahlíðarkirkja
Kristinn H. Árnason, gítar, Helga Þórarinsdóttir, víóla
13. júlí kl. 21.00 Skútustaðakirkja
Kristinn H. Árnason, gítar, Helga Þórarinsdóttir, víóla
19. júlí kl. 21.00 Reykjahlíðarkirkja
Sebastiano Brusco, píanóleikari frá Róm
26. júlí kl. 15.00 Þorgeirskirkja við Ljósavatn
Karlakór St. Basil dómkirkjunnar í Moskvu
26. júlí kl. 21 Reykjahlíðarkirkja
Karlakór St. Basil dómkirkjunnar í Moskvu
2. ágúst kl. 21.00 Reykjahlíðarkirkja
Rose Menzel, mezzosópran, Erika Anschütz, viola, Fred Rensch, píanó
3. ágúst kl. 14.00 Dimmuborgir
Helgistund og tónlist
3. ágúst kl. 21.00 Skútustaðakirkja
Rose Menzel, mezzosópran, Erika Anschütz, víóla, Fred Rensch, píanó