05. apríl, 2008 - 09:35
Fréttir
Úthlutun styrkja til framhaldsskóla til verkefna á sviði íslenskukennslu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku á
vorönn 2008 hefur farið fram. Alls sóttu 14 skólar um stuðning fyrir 147 nemendur auk námskeiða fyrir kennara, námsráðgjöf,
undirbúningsstörf og sérþjónustu við nemendur s.s. túlkun og aðstoð í prófum. Upphæð úthlutaðra styrkja var
tæplega 10 milljónir króna að þessu sinni. Þrír skólar á Norðurlandi fengu styrki, Menntaskólinn á Akureyri fékk
481.000 krónur í styrk, Verkmenntaskólinn á Akureyri fékk 284.000 krónur og Framhaldsskólinn á Laugum fékk 300.000 krónur
í styrk.