28. apríl, 2008 - 14:44
Fréttir
Á morgun, þriðjudaginn 29. apríl, verða haldnir tónleikar í Kvos Menntaskólans á Akureyri. Tónleikarnir eru liður í
lífsleikninámi nokkurra útskriftarnemenda skólans og eru haldnir til styrktar verkefni Barnaheilla; Bætum framtíð barna.
Barnaheill styðja menntun barna í stríðshrjáðum löndum s.s.
Afganistan,
Kambódíu og
Úganda. Fram koma hin ástsæla söngkona Helena Eyjólfs, Óskar
Pétursson stórsöngvari, Eyþór Ingi sigurvegari í Bandinu hans Bubba og Magni söngvari í hljómsveitinni Á móti sól. Auk
þeirra koma fram hin efnilegu Helga Maggý söngkona og hljómsveitin Flashy Hannes. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og aðgangseyrir er 1500 krónur, 1000 fyrir
skólafólk. Veitingar eru seldar í hléi gegn vægu verði.