Stórsigur hjá SR gegn Jötnunum í kvöld

SR-ingar burstuðu SA Jötnana 8:2 á Íslandsmóti karla í íshokkí í Skautahöll Akureyrar í kvöld. Þar með hafði SR betur gegn Jötnunum í báðum viðureignum liðanna um helgina. Mörk Jötnana í leiknum skoruðu þeir Sigurður Reynisson og Björn Már Jakobsson. Fyrir SR skoraði Tómas Ómarsson þrennu og þeir Árni Bernhöft, Pétur Macck, Svavar Rúnarsson, Gauti Þormóðsson og Egill Þormóðsson sitt markið hver.

Einnig mættust SA Ynjur og Björninn í kvennaflokki í gærkvöld og lauk leiknum með jafntefli eftir framlengingu og vítakeppni.

Nýjast