Stórmót í íshokkí í Skautahöll Akureyrar um helgina

Það verður stórmót í Skautahöll Akureyrar um helgina þar sem 150 keppendur á aldrinum 3-11 ára keppa í íshokkí. Skautafélag Akureyrar er með 75 keppendur og einnig koma 75 keppendur frá Skautafélagi Reykjavíkur og Birninum.  Það verður spilað frá kl. 8 á laugardagsmorgni til kl. 19 um kvöldið og svo frá kl. 8 á sunnudagsmorgni til kl. 12:30. 

Keppt er í fjórum flokkum, Krílaflokki sem eru þau yngstu 3-5 ára, 7. flokki sem eru 5-7 ára, 6. flokki 8-9 ára og 5. flokki sem er krakkar á aldrinum 10-11 ára. 

Nýjast