Stjarnan vann stórsigur á KA/Þór í bikarnum í kvöld

Stjarnan er komið áfram í 8-liða úrslit Eimskipsbikar kvenna í handbolta eftir 24 marka sigur gegn KA/Þór í kvöld, 49:25, en leikið var í KA-heimilinu. Stjarnan leiddi með ellefu mörkum í hálfleik, 21:10.

KA/Þór leikur nú í 2. deild en Stjarnan er í toppbaráttunni í úrvalsdeildinni og því var viðbúið að leikurinn gæti orðið erfiður fyrir norðanstúlkur, sem varð raunin.

Nýjast