Stjarnan lagði Þór/KA að velli

Stjarnan lagði Þór/KA 3:2 á Stjörnuvelli í dag í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Mateja Zver skoraði bæði mörk Þórs/KA en þær Soffía Gunnarsdóttir, Katie McCoy og Inga Birna Friðjónsdóttir skoruðu mörk Stjörnunar. Inga Birna skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok. Þá urðu þau óvæntu úrslit að FH lagði Breiðablik 3:2 á Kaplakrikavelli. Blikastúlkur halda þó öðru sætinu með 32 stig en Þór/KA hefur 31 stig í þriðja sæti.

 

Önnur úrslit Pepsi-deildarinnar urðu eftirfarandi: 

Grindavík-Haukar 0:2

KR-Fylkir 1:1 

Nýjast