Steinn Gunnarsson var hetja KA- manna í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins á uppbótartíma í 3:2 sigri liðsins á ÍR á Akureyrarvelli í kvöld, á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu. David Disztl skoraði tvívegis fyrir KA í leiknum en mörk ÍR skoruðu þeir Karl Brynjar Björnsson og Kristján Ari Halldórsson. Með sigrinum komst KA í 16 stig í deildinni og vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni, en ÍR hefur 23 stig og varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu deildarinnar.
Nánar verður fjallað um leikinn í Vikudegi á morgun.