Stefnir í metár í sjúkraflugi frá Akureyri

Það stefnir í metár í sjúkraflugi frá Akureyri en mikið annríki hefur verið í sjúkrafluginu það sem af er ári eða um 22 prósenta aukning frá síðasta ári. Farin hafa verið tæplega 190 sjúkraflug með 205 sjúklinga.  

Slökkvilið Akureyrar er að hefja sitt fjórtánda ár í fluginu og hefur verið stöðug aukning í sjúkraflugi undanfarin ár að undanskildu árinu í fyrra, segir á vef Slökkviliðs Akureyrar. 

Nýjast