Ekki náðis samkomulag í kjardeilu Landssambands slökkviliðsmanna og Launanefndar sveitarfélaga í nótt, en fundur stóð fram undir morgun. Isavia ohf (gamla Flugmálastjórn) hefur orðið við óskum Flugfélagsins um að flytja flug sem átti að vera ítil Akuryerar síðdegis til Húsavíkur og var því farið með slökkvibíl frá Bakkaflugvelli þvert yfir landið norður í Aðaldal á Húsavíkurflugvöll. Isavia fullyrðir í tilkynningu að fyllsta öryggis sé gætt. Viðbúnaðarþjónustunni á Húsavíkurflugvelli verði sinnt af starfsmönnum Isavia sem hafi fengið alla þá þjálfun sem krafist er. Ekki verði tekinn mannafli úr Keflavík eða Reykjavík. Flugmálastjórn Íslands hafi samþykkt aukna þjónustu Isavia á Húsavíkurflugvelli hvað varðar slökkvi- og björgunarþjónustu. Á áætlun eru þrjú flug milli Reykjavíkur og Húsavíkur, það fyrsta kl 14:00, en slökkviliðsmenn bæði frá Akureyri og Reykjavík er staðráðnir í að stöðva það flug.