29. apríl, 2008 - 09:36
Fréttir
Stefna ehf og Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa endurnýjað samsstarfssamning sinn um hugbúnaðarþróun fyrir miðlæg kerfi BÍ.
Stefna hefur verið bakhjarl tölvudeildar BÍ í tæp tvö ár og hefur samstarfið gengið mjög vel.
Ánægja er innan BÍ með vinnu forritara Stefnu að vefrænum skýrsluhaldskerfum bænda sem unnin eru í nánu samstarfi við forritara
tölvudeildar BÍ enda tveir forritarar tölvudeildarinnar staðsettir í húsnæði Stefnu á Akureyri, segir í fréttatilkynningu. Meðal
kerfa sem unnin hafa verið í samstarfinu er nýtt miðlægt tölvukerfi AFURÐ, sem hefur tekið við af gömlu tölvukerfi í AS/400. AFURÐ
heldur utan um fjölþættar upplýsingar frá afurðastöðvum um framleiðslu og það reiknar margvíslegar stuðningsgreiðslur til
bænda og afurðastöðva. Nú er unnið að smíði á nýju skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt (
http://www.huppa.is/) sem kemur til með að leysa "gömlu Huppu" af hólmi. Kerfið var nýverið sett í prófun hjá
völdum hópi kúabænda og er stefnt að því að bjóða öllum kúabændum sem taka þátt í skýrsluhaldi
aðgang að kerfinu á næstu mánuðum. Önnur veflæg tölvukerfi BÍ vinna með þessu nýja tölvukerfi svo sem MARK (
http://www.bufe.is/), Fjárvís (
http://www.fjarvis.is/) og AFURÐ. Kerfin sem Stefna vinnur að eru skrifað
í PHP5 forritunarmálinu og nota Zend Framework. Undir þessu keyrir síðan Oracle gagnagrunnur í nautgriparækt sem hefur verið í
þróun í tölvudeild BÍ síðustu árin. Einnig er notast við jQuery, Xajax og Thickbox. Hjá Stefnu starfa átta manns og þar
af fimm tölvunarfræðingar að forritun.