Stefán fyrstur í mark í Vetrarhlaupi UFA

Fyrsta vetrarhlaup UFA þennan veturinn fór fram sl. laugardag. Fyrstur í mark var Stefán Viðar Sigtryggsson á tímanum 39:09 mín., annar var Snævar Máni Gestsson á 39:41 mín. og þriðji var Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson á 40:00 mín.

Fyrst kvenna var hlaupadrottningin Rannveig Oddsdóttir á 41:07 mín, önnur var Sigríður Einarsdóttir á 45:33 mín. og þriðja var Heiðrún Dís Stefánsdóttir á 49:36 mín.

Nýjast